Helstu úrslit NM U23 í dag. Stefán Guðmundsson í 3. sæti í 3000 m. hindrunarhlaupi og Arndís Ýr Hafþórsdóttir í 4. sæti í 5000 m. hlaupi á nýju Ungkvennameti 19-20 ára

Stefán Guðmundsson varð í 3. sæti í 3000 m. hindrunarhlaupi og bætti sinn besta árangur þegar hann hljóp á tímanum 9:08,21 en hann átti fyrir 9:11,11 síðan í júní.
 
Arndís Ýr Hafþórsdóttir varð í 4. sæti í 5000 m. hlaupi á tímanum 17:36,53 og setti met í flokki ungkvenna 19-20 ára um 7 sek. Arndís átti ekki tíma í 5000 m. hlaupi á braut og þetta er 5. besti tími ísl. konu skv. afrekaskrá FRÍ. Íris Anna Skúladóttir átti metið fyrir, en það var 17:43,53 sett á Smáþjóðaleikunum í Monaco 2007.
 
Þorsteinn Ingvarsson varð í 7. sæti í langstökki, stökk 6,98 m. og í 12. sæti í 200 m. hlaupi á 23,17.
 
Bjarni Malmquist varð í 9. sæti í langstökki, stökk 6,92 m.
 
Óli Tómas Freysson, keppti í 200 m. hlaupi í dag og varð í 11. sæti á 22.60.
 
Hafdís Sigurðardóttir varð í 11. sæti í 200 m. hlaupi á tímanum 25,93.

FRÍ Author