Helgu Margréti boðið á alþjóðlegt fjölþrautarmót

Á fjölþrautarmótinu í Götzis er keppt í tugþraut karla og í sjöþraut kvenna og er það talið stærsta fjölþrautarmót sem haldið er ár hvert að undanskildum álfu- og heimsmeistaramótum.

Öllum þátttakendum er boðið til mótsins. Afar sjaldgæft er að keppendum í sjöþraut kvenna sé boðin þátttaka hafi þær ekki náð 6.000 stigum í samanlögðum árangri. Helga Margrét er fyrst íslenskra kvenna til þess að vera boðin þátttaka í mótinu í Götzis. Jón Arnar Magnússon keppti þar í nærri áratug, þegar hann var upp á sitt besta og setti m.a. Íslandsmet sitt í tugþraut þar fyrir 12 árum.

Nánar í Morgunblaðinu í dag þar sem að rætt er við Helgu Margréti.
 

FRÍ Author