Helga Margrét undirbýr sig fyrir fimmtarþraut í Hollandi um næstu helgi

Ennfremur segir þar að þessi árangur sé á svipuðu róli og um daginn í fimmtarþrautinni í Tallinn þegar hún setti Íslandsmetið 4.298 stig. Helga hefur mikla möguleika á að bæta metið um helgina, segir þar einnig, en það fer mjög líklega eftir því hvort að henni tekst að hlaupa hraðar í grindahlaupinu og stökkva lengra í langstökkinu þar sem kúluvarpið, hástökkið og 800m hlaupið hefur verið gott að undanförnu. Í augnablikinu er Helga í 16 sæti heimslistans en getur komist á topp 10 ef henni tekst vel upp um helgina sjá afrekslista IAAF.

FRÍ Author