Helga Margrét Þorsteinsdóttir meðal 10 efstu í kjöri um Íþróttamann ársins

 Sjöþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr ÁRMANNI var meðal tíu efstu í kjöri um Íþróttamann ársins sem samtök íþróttamanna og ÍSÍ héldu á Grand Hotel í gær.  Alexander Peterson handknattleiksmaður hjá Fuchse Berlin hlaut titilinn að þessu sinni, Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður hjá Hoffenheim varð í 2. sæti og Íris Mist Magnúsdóttir fimleikakona úr Gerplu í 3. sæti. Helga Margrét varð í 8. sæti en systur hennar Guðrún Gróa og Sigurbjörg tóku við viðurkenningu fyrir hennar hönd þar sem hún er í æfingabúðum hjá þjálfara sínum Agne Bergvall og Vésteini Hafsteinssyni í Svíþjóð.

FRÍ Author