Helga Margrét stökk 5,78m í langstökkinu – Stefnir á HM lágmarkið

Nú er hafin keppni á seinni degi á alþjóðlega fjölþrautarmótinu í Kladno í Tékklandi.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir stökk 5,78 metra í fyrstu grein dagsins, langstökki. Fyrir þann árangur fékk Helga 783 stig og er komin með samtals 4334 stig eftir fimm greinar.
Þetta er 86 stigum meira en í metþrautinn og er Helga því komin með 163 stigum meira eftir fimm greinar núna, en þegar hún setti íslandsmetið um þar síðustu helgi. Miðað við að hún nái sama árangri í tveimur síðustu greinunum og þegar hún setti metið (42,32m í spjótkasti og 2:18,96 mín í 800m hlaupi), þá færi hún í samtals 5884 stig.
Hún þarf því enn að bæta örlítið í til að ná yfir 5900 stig og tryggja sér keppnisrétt á Heimsmeistaramótinu í Berlín í ágúst, en lágmarkið er 5900 stig. Ágústa Tryggvadóttir stökk 5,07m í langstökkinu.
 
Einar Daði Lárusson fór einnig mjög vel á stað í fyrstu greinunum í tugþrautinni í morgun.
Einar hljóp 110m grind (99,1 sm) á 14,59 sek.(900 stig) og kastaði 1,75kg kringu 41,70 metra (699 stig).
Þetta er hvorutveggja góðar bætingar hjá Einari Daða í þessum greinum og er árangur hans í grindahlaupinu aðeins 5/100 úr sek. frá íslandsmeti Þorsteins Ingvarssonar í unglingaflokki, en það er 14,54s á þessa hæð á grindum.
Einar er komin með samtals 5440 stig eftir sjö greinar, en næstu greinar eru stangarstökk, spjótkast og síðasta greinin er svo 1500m hlaup.

FRÍ Author