Helga Margrét stefnir ennþá á bætingu á Íslandsmetinu í sjöþraut kvenna.

Helga Margrét stökk 5,62 m í langstökkinu áðan, fékk fyrir það 735 stig og varð í 15. sæti. Samanlagt er hún þá í 10. sæti í þrautinni með 4053 stig þegar tvær greinar eru eftir. Hún stökk 5,57 m (720 stig) í þrautinni í Prag um daginn þegar hún bætti Íslandsmetið og er árangur hennar því orðin 25 stigum betri en þá og góð von um að hún bæti metið aftur.
 

FRÍ Author