Helga Margrét stefnir á Ól. lágmark á NM í fjölþrautum

Helga Margrét er að stefna að lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í London dagana 27. júlí til 12. ágúst í sumar. Hún á best 5878 stig síðan árið 2009 en náði í fyrra 5856 stigum. Lágmarkið fyrir Ólympíuleikana eru 5950 stig. Síðasti dagur til að ná lágmörkum inná mótið er 8. júlí nk.
 
Ingi Rúnar, María Rún og Arna Stefanía eru að stefna á að ná lágmörkum fyrir HM 19 ára og yngri sem haldið verður 10.-15.júlí núna í sumar í Barcelona á Spáni. Síðasti dagur til að ná lágmörkum inná mótið er 2. júlí. Ingi Rúnar á best 6940 stig frá því á MÍ í fjölþraut í sumar en lágmarkið á mótið er 7090 stig.  María Rún á best 5134 stig frá því á móti á Tenefrife fyrr í sumar en lágmarkið inná mótið er 5150 stig. Munar aðeins 16 stigum. Arna Stefanía á best 5337 stig með stúlknaáhöld frá því í fyrra en lágmarkið inná mótið er 5150 stig.
  
Sindri Hrafn og Ásgerður Jana eru ung og efnileg. Verður gaman að sjá þau keppa og keppast við að bæta sig.
 
Þau munu mörg eiga í mikilli baráttu um verðlaunasæti ef allt fer vel og sendum þeim því baráttukveðjur.
 
Fararstjóri og þjálfari í þessari ferð verður Ragnheiður Ólafsdóttir. Jón Sævar Þórðarson og Guðmundur Hólmar Jónsson fara einnig sem þjálfarar í þessa ferð. 
 
Nánari upplýsingar um mótið, úrslit o.fl. má finna á heimasíðu þess.

FRÍ Author