Helga Margrét og Sveinn Elías Norðurlandameistarar 5

Sveinn Elías Elíasson sigraði í tugþraut 18-19 ára með samtals 7086 stig, í öðru sæti varð Niklas Karlsson frá Svíþjóð með 7067 stig og David Kälback frá Svíþjóð varð í þriðja sæti með 7051 stig. Einar Daði Lárusson varð í 5. sæti með 6658 stig.
Sveinn hljóp 110m grindahlaup á 15,28s, kastaði kringlu 32,61m, stökk 4,25m í stangarstökki, kastaði spjóti 44,55m og hljóp 1500m á 4:43,19 mín.
 
Frjálsíþróttasambandið óskar þeim Helgu og Sveini, félögum þeirra Ármanni og Fjölni og þjálfara Stefáni Jóhannssyni til hamingju með þennan glæsilega árangur.
 
Úrslit eru að finna á heimasíðu mótsins: www.jku.fi
 

FRÍ Author