Helga Margrét nálægt sínu besta og þrjú persónuleg met

Árangur í einstökum greinum er sem hér segir:
100m grindahlaup 14.95sek
Hástökk 1.77m                   persónulegt met
Kúluvarp 13.68m
200m hlaup 26.05sek
Langstökk 5.45m
Spjótkast 50.84m               persónulegt met
800m 2:11.26min               persónulegt met
 
"Þetta var í sjálfu sér ótrúleg þraut. Helgu gekk mjög vel í þremur greinum og mjög illa í fjórum", segir Vésteinn Hafsteinsson . Í augnablikinu er verið að reikna þetta allt út og heildarúrslit verður hægt að finna í kvöld á: www.iaaf.org og á  www.desetiboj-kladno.cz
 
"Við skulum haga það í huga að Helga er að stíga sín fyrstu spor í heimi afreksíþrótta" segir Vésteinn.  "Ennfremur hefur hún miklar væntingar til sjálfs sín og sinnar framtíðar. Við sem stöndum á bakvið hana gerum okkur líka grein fyrir því að hér er um einstakt eintak að ræða þar sem hæfileikarnir eru hvílíkir líkamlega. Hún á þó töluvert í land með að geta stjórnað öllu þessu afli inn í réttar hreyfingar undir pressu. En framtíðin er hennar og hún mun taka þessa lífsreynslu sem hún varð fyrir um helgina með sér inn í næstu þraut. Það verður í Ostrava þar sem hún mun keppa á Evrópumeistaramóti unglinga undir 23 aldri eftir þrjár vikur" sagði Vésteinn einnig.
 

FRÍ Author