Helga Margrét með stefnu á Íslandsmet í sjöþraut í Prag

Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni hefur hlotið samtals 3308 stig í sjöþraut eftir fyrri dag á sterku
alþjóðlegu fjölþrautarmóti í Prag í Tékklandi. Helgu Margréti hefur gengið vel í dag og með sama áframhaldi á morgun er útlit fyrir að Íslandsmet Kristínar Birnu Ólafsdóttur ÍR, 5402 stig frá 2006 falli.
 
Árangur Helgu í dag:
100m gr.: 14,92 sek.
Hástökk: 1,71m (bæting um 5 sm)
Kúluvarp: 12,68 m.
200m: 25,18s (-0,5m/s).
 
Einar Daði Lárusson ÍR tók einnig þátt í mótinu í tugþraut karla, en þurfti að hætta keppni vegna meiðsla í
baki eftir þrjár greinar, en hann hljóp 100m á 11,30 sek., stökk 6,74m og varpaði kúlu 11,75m.
 
Slóð á heimasíðu mótsins:
http://online.atletika.cz/vysledky.aspx?idk=6922

FRÍ Author