Helga Margrét með nýtt met í kúluvarpi í þremur aldursflokkum, 14,18 metra

Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni bætti í gær eigið met í þremur aldursflokkum unglinga á innanfélagsmóti ÍR í Laugardalshöll. Helga Margrét varpaði kúlunni 14,18 metra og bætti þar með eigið met í stúlkna, unglinga- og ungkvennaflokki um 39 sm. Gamla metið var 13,79m sett á Stórmóti ÍR þann
17. janúar sl.
Þetta er þriðji besti árangur íslenskrar konu frá upphafi í kúluvarpi, aðeins Guðrúnar Ingólfsdóttur KR (15,64m/Íslandsmet kvenna, 1982) og Guðbjörg Hanna Gylfadóttir USAH (15,02m/1989) eiga betri árangur innanhúss.
Í öðru sæti á mótinu í gær varð íslandsmethafinn í spjótkasti kvenna, Ásdís Hjálmsdóttir með 13,58 metra sem er nálægt hennar besta árangri í greininni.

FRÍ Author