Helga Margrét í 7. sæti í sjöþrautinni á HM 19 ára og yngri með 5516 stig

Að verða í 7. sæti sem er alveg frábær árangur þar sem Helga Margrét er tveimur árum yngri en flestir keppinautarnir. Helga getur keppt aftur á þessu móti eftir 2 ár og verður þá 19 ára.
 
Það vekur athygli að Carolin Schäfer sem sigraði keppnina, með PB 5833 stigum – er jafgömul Helgu, en þær eru báðar á 17. ári – og verða ekki 17 ára fyrr en í lok ársins. Sannarlega efnilegar stúlkur þar á ferðinni.
 
 

FRÍ Author