Helga Margrét í 12. sæti fyrir síðustu grein

Helga var nokkuð frá sínu besta bæði í langstökki og spjótkasti og átti bara tvö gild köst í spjótkastinu. Spurningin er hvað Helga gerir í 800 m. hlaupinu sem er síðasta greinin. Hún á góða möguleika á því að komast upp um nokkur sæti þar sem hún er góð í þessari grein miðað við keppinautana. Helga þarf að hlaupa mjög gott 800 m. hlaup til þess að eiga möguleika á því að bæta Íslandsmetið sitt í greininni – en ekki er hægt að útiloka það ennþá. Til þess að jafna Íslandsmetið þarf hún að fá 867 stig fyrir 800 m. hlaupið. Hún hljóp á 2:19,08 (836 stig) í Prag – en á betri tíma eða: 2:16,54 frá Evrópumeistaramóti 19 ára og yngri Hengelo sl. sumar og 2:17,72 frá því á NM í Finnlandi í júní.
 

FRÍ Author