Helga Margrét hefur slitið samstarfi við Agne Bergvall

Þar segir ennfremur að ástæðan fyrir þessu er sú að samstarfið hefur ekki skilað þeim árangri/framförum/bætingum sem Helga Margrét hafði væntingar til. Helga er því komin heim til Íslands og mun hennar fyrsti þjálfari Guðmundur Hólmar Jónsson þjálfa hana auk þess sem Vésteinn Hafsteinsson mun halda áfram samvinnunni við Helgu.
 
Þeirra verkefni er nú fyrst og fremst að aðstoða Helgu við að ná lágmörkum á Evrópumeistaramótið í Helsinki og Ólympíuleikana í London í sumar.

FRÍ Author