Helga Margrét aðeins 58 stigum á eftir Ólympíumeistaranum eftir fyrri dag í Kladno

Helga Margrét Þorsteinsdóttir er í öðru sæti á alþjóðlega fjölþrautarmótinu í Kladno í Tékklandi eftir fyrri keppnisdag.
Helga hljóp 100m grindahlaup á 14,19 sek. (952 stig), stökk 1,73m í hástökki (891 stig), varpaði kúlunni 14,09 metra (800 stig) og hljóp að lokum 200m á 24,77 sek. (908 stig). Helga er því komin með samtals 3551 stig eftir fyrri dag, sem er 77 stigum meira, en þegar hún setti íslandsmetið á NM unglinga á Kópavogsvelli 14. júní sl.
Helga stórbætti árangur sinn besta árangur í grindahlaupi, setti nýtt stúlkna-, unglinga- og ungkvennamet í kúluvarpinu (átti sjálf gamla metið 14,05m) og jafnaði að sinn besta árangur í 200m hlaupi.
Helga er í öðru sæti á mótinu og aðeins 58 stigum á eftir Ólympíumeistaranum, Nataliy Dobrynska frá Úkraníu, en hún á best 6733 stig í sjöþraut. Helga sigraði Nataliy m.a. í 200m hlaupinu áðan.
Í þriðja sæti er Yulia Tarasova frá Úserbaidjan með 3509 stig (hún á best 5989 stig) og Irina Ilkevich frá Úkraníu er í þriðja sæti með 3370 stig (hún á best 5927 stig).
Það er því ljóst að Helga er að stefna á að bæta íslandsmetið á morgun og ef allt gengur upp þá er möguleiki að hún geti náð yfir 5900 stig og þar með lágmarki fyrir heimsmeistaramótið í Berlín í ágúst.
 
Ágúst Tryggvadóttir er komin með samtals 2952 stig eftir fyrri dag, en árangur hennar var eftirfarandi:
100m grindahlaup; 15,21 sek, hástökk; 1,64m, kúluvarp; 11,46m og 200m hlaup: 26,78 sek.

FRÍ Author