Helga Margrét á stórmóti í Sollentuna

Tyminska er í þriðja sæti heimslistans í sjöþraut í ár með 6.516 stig. Oeser er í fimmta sæti með 6.359 stig.  Samulesson hefur ekki farið í gegnum þraut í ár en á 6.146 stig frá því í fyrra.
 
Þetta verður fínn undirbúningur fyrir Helgu sem er á fullu að undirbúa sig fyrir Evrópumeistaramót undir 23 ára sem fram fer í Ostrava í Tékklandi eftir tvær vikur rúmar.
 
Eins og kunnugt er fór Helga í 5.856 stig og var 21 stigi frá Íslandsmeti sínu í Kladno um daginn og er í 33 sæti heimslistans með þann árangur. Á meðal keppinauta sinna EMU23 þá er hún í sjötta sæti listans.
 

FRÍ Author