Helga kastaði spjótinu 40,17 metra og nær líklega ekki HM lágmarkinu

Helga Margrét Þorsteinsdóttir kastaði spjótinu 40,17 metra í sjöttu grein sjöþrautarinnar í Kladno.
Það er 2,15 metrum styttra en í metþautinn um daginn og því mjög ólíklegt að henni takist að fara yfir 5900 stig í dag.
Helga þarf að hlaupa 800m á 2:14,87 mín til að ná 5900 stigum, en hún hljóp á 2:18,96 mín í metþautinni.
Ef hún hleypur á sama tíma og um daginn, þá fer Helga í 5843 stig og bætir íslandsmetið um 122 stig.
Til þess að eiga möguleika á 5900 stigum hefði hún líklega þurft að kasta spjótinu um 2 metrum lengra.
Helga er komin með samtals 5005 stig eftir sex greinar.
Ágústa Tryggvadóttir kastaði spjótinu 34,60 metra.

FRÍ Author