Helga í 3. sæti í kúluvarpinu, er í 11. sæti eftir þrjár greinar

Helga Margrét varpaði kúlunni 12,83 metra í þriðju keppnisgrein sjöþrautakeppninnar á HM unglinga.
Þetta var þriðja lengsta kastið í keppninni og nálægt hennar besta árangri, en hún á best 13,17 metra frá sl. ári og
12,87m best á þessu ári. Helga fór upp um tvö sæti eftir kúluvarpið og er sem stendur í 11. sæti komin 2427 stig, sem er 11 stigum minna en í metþraut hennar fyrir tæplega einum mánuði. Í metþautinni þá hljóp hún 100m grind á 14,92s, stökk 1,71m í hástökki, varpaði kúlunni 12,87 metra og hljóp 200m á 25,18 sek. Síðasta keppnisgrein dagsins er 200m hlaup, en það er á dagskrá kl. 16:45. Helga hleypur í síðasta riðli á 8. braut. Keppnin er gríðarlega jöfn og spennandi, sem dæmi um það þá mundar aðeins 78 stigum á 4. sæti (2491 stig) og 13. sæti (2413 stig) eftir fyrstu þrjár greinarnar.
Nánar: www.iaaf.org

FRÍ Author