Heiðursviðurkenningar á frjálsíþróttaþingi 2024

Penni

< 1

min lestur

Deila

Heiðursviðurkenningar á frjálsíþróttaþingi 2024

64. Frjálsíþróttaþing var haldið á Sauðárkróki dagana 15.-16. mars. Þar voru þeir Gunnar Sigurðsson frá Stóru-Ökrum og Ingimundur Ingimundarson, Borgarnesi, kjörnir heiðursfélagar Frjálsíþróttasambands Íslands.

Gunnar Sigurðsson

Gunnar er þekktur fyrir sitt uppbyggingarstarf í frjálsíþróttum. Gunnar hefur drifið áfram starf í heimabyggð í Skagafirði um áratugi en einnig lagt sitt af mörkum á landsgrunni og sat meðal annars lengi í stjórn og nefndum FRÍ

Fyrsta verk Gunnars sem heiðursfélaga var raunar að sinna mikilvægu starfi þingforseta á þinginu. Gunnar kvaddi loks þingheim með sínum þekkta anda með kröftugri ræðu þar sem hann brýndi mjög þingfulltrúa til að sinna mannauðnum, því allra mikilvægasta sem hreyfingin hefur.

Ingimundur Ingimundarson

Ingimundur er þekktur fyrir sitt mikla framlag til íslensks íþróttalífs í mörgum héruðum en sérstaklega minnisstæður er hans drifkraftur við uppbyggingu frjálsíþróttastarfs í Borgarfirði. Ingimundur, nú nýorðinn áttræður, er enn að starfa sem sjálfboðaliði við frjálsíþróttamót. Ingimundur er eldhugi sem margir eiga mikið að þakka.

Einnig voru veitt gull-, silfur- og eirmerki

Gullmerki hlutu:

  • Friðrik Steinsson I UMSS
  • Geirlaug Geirlaugsdóttir I Breiðablik
  • Sigurbjörn Árni Arngrímsson I HSÞ

Silfurmerki hlutu:

  • Ari Jósavinsson I UFA
  • Árni Georgsson I Ármann
  • Friðleifur Friðleifsson I FH/FRÍ
  • Haukur Valtýsson I UMFÍ
  • Ingveldur Hafdís Karlsdóttir I ÍR/ FRÍ
  • Margrét Brynjólfsdóttir I HHF
  • Ómar Bragi Stefánsson I UMFÍ
  • Valdimar Gunnarsson I UMSK
  • Þórey Edda Elísdóttir I ÍSÍ

Eirmerki hlutu:

  • Arna Stefanía Guðmundsdóttir I FH
  • Birna Friðbjört Hannesardóttir I HHF
  • Burkni Helgason I ÍR
  • Eyrún María Guðmundsdóttir I HSK
  • Finnur Friðriksson I UFA
  • Guðmundir Hólmar Jónsson I USVH
  • Jón Bjarni Bragason I Breiðablik
  • Kristín Sóley Björnsdóttir I UFA
  • Kristinn Torfason I FH
  • Oddný Kristinsdóttir I Ármann/ FÍRR
  • S. Arnar Björnsson I UMSS
  • Stefán Ragnar Jónsson I Breiðablik
  • Thelma Knútsdóttir I UMSS
  • Theodór Karlsson I UMSS/ ÍF/ Fjölnir

Penni

< 1

min lestur

Deila

Heiðursviðurkenningar á frjálsíþróttaþingi 2024

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit