Heiðranir á FRÍ þingi

Þeir sem hlutu heiðursmerki FRÍ eru:

Gullmerki: Arnþór Sigurðsson, FRÍ/Breiðablik. Hann var formaður frjálsíþróttadeildar Breiðabliks 2008-2011. Hann hannaði mótaforritið og var formaður FRÍ um 2006-2008.

Bogi Sigurðsson, KR. Hann er einn af iðnustu eldri frjálsíþróttaiðkendum landsins og verið viðlogandi íþróttina í ríflega 60 ár. Mjög duglegur við að starfa á mótum þegar leitað er til hans. Er mikill áhugamaður um tölræði og mótaúrslit.

Hafsteinn Jóhannesson, UMSK. Keppti í landsliði um árabil í tugþraut og hástökkim. Hann var formaður frjálsíþróttdeildar Breiðabliks 1971-1980 og hefur starfað mikið að félagsmálum hreyfingarinnar. Hann var í stjórn UMFÍ um skeið. Hafsteinn hefur sýnt mikla elju og dugnað í baráttunni við Parkinsonsveikinni.

Kári Jónsson, HSK/ÍF. Kári er reyndur keppnismaður og í landsliði í þrístökki, en hefur sem þjálfari og kennari við HÍ verið mikill frumkvöðull og innleiddi fyrir um áratug “Fjör í Frjálslum” sem var forveri Kids Athletics sem IAAF hefur tekið upp núna. Hann er landsliðsþjálfari fatlaðra frjálsíþróttamanna og er brautryðjandi á því sviði.

Þorsteinn Sigurðsson, ÍR/USAH. Þorsteinn hefur lengi starfað að félags- og mótamálum innan hreyfingarinnar. Fyrst á sínu gamla sambandssvæði, Austur-Húvetninga, en síðustu ár fyrir ÍR auk þess sem hann hefur lagt hönd á plóg í verkefnum innan FRÍ.

Vésteinn Hafsteinsson, ÍR/HSK. Er landskunnur keppnismaður. Hann keppti á fernum Ólympíuleikum, á landsmetið í kringluasti. Hann var landsliðsþjálfari um nokkurra ára skeið ásamt því að hafa þjálfað marga íþróttamenn. Hann býr nú og starfar í Svíþjóð og er þjálfari margra íþróttamanna, m.a. Ólympíumeistarans Gert Kanter frá Eistlandi.

Sigurður Jónsson, HSK. Keppti í mörg ár í frálsíþróttum og var í landsliðinu 1972 og 1974 bæði í spretthlaupum og boðhlaupum. Hann náði einnig góðum árangri í langstökki. Hann hefur mikið komið að félagsmálum innan síns sambands og félags, Umf. Selfoss, en hann var formaður frjálsíþróttadeildarinnar á tímabili og starfaði mikið á mótum fyrir sitt félag. Hann fékk heilablóðfall fyrir nokkrum árum, en hefur sýnt með elju og dugnaði mjög miklar framfarir og er öðrum til fyrirmyndar á þessu sviði.

Silfur: Engilbert Olgeirsson HSK, Friðrik Steinsson UMSS, Guðlaug Baldvinsdóttir Umf. Fjölni, Haukur Valtýsson UMFÍ/UFA, Margrét Héðinsdóttir ÍR, Sigríður Anna Guðjónsdóttir Umf. Selfoss, Sigrún Sveinsdóttir Árm., Sigurbjörn Árni Arngímsson RUV/HSÞ, Torfi Helgi Leifsson, Hlaup.is.

Brons: Áslaug Ívarsdóttir ÍR, Freyr Ólafsson Árm./HSK, Friðrikka Illugadóttir HSÞ, Gunnlaugur Júlíusson, Árm., Jón Jónsson HSK,      Lovísa Hreinsdóttir Umf. Höttur/UÍA, Martha Ernstsdóttir ÍR, Ólafur Guðmundsson FRÍ/HSK, Óskar Ármannsson ÍR, Steinn Jóhannsson FH, Súsanna Helgadóttir FH, Þórður Arason Breiðablik, Þuríður Ingvarsdóttir Umf. Selfoss.

FRÍ Author