Heiðursfélagar á 63. þingi FRÍ

Heiðursfélagar á 63. þingi FRÍ

Tilkynnt var um tvo nýja heiðursfélaga  á 63. þingi FRÍ á Selfossi.

Jón Friðrik Benónýsson
Jón Friðrik Benónýsson, gjarnan kallaður hefur Brói, hefur verið driffjöður í frjálsíþróttastarfi hjá HSÞ í yfir fimmtíu ár.
Fyrst sem keppandi með frjálsíþróttaliði HSÞ og síðan sem þjálfari bæði hjá einstökum félögum innan HSÞ sem og frjálsíþróttaráði HSÞ. Brói hefur verið aðalþjálfari sambandsins á frjálsíþróttasviðinu undanfarna áratugi. Jóni má þakka glæsilega uppbygging barna- og unglingastarfs hjá HSÞ. 

Þjálfun og leiðsögn Bróa hefur laðað fram það besta hjá fjölda ungmenna sem náð hafa miklum afrekum í frjálsíþróttum.

Helgi S. Haraldsson
Helgi S. Haraldsson er þrautreyndur forystumaður í íslenskri frjálsíþróttahreyfingu. Helgi hefur sem formaður stýrt glæsilegri uppbyggingu frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss undanfarna áratugi. Deild sem nú býr ekki aðeins við einn mesta mannauð, iðkenda og þjálfara, heldur einnig eina bestu aðstöðu landsins til æfinga og keppni. Þá hafa góð verk Helga sem forseti bæjarstjórnar Árborgar sannarlega haft sitt að segja. 
Helgi er einnig fyrrverandi formaður FRÍ auk þess að sinna öðrum hlutverkum í stjórn og nefndum á vegum FRÍ. Helgi er þekktur fyrir að vera hamhleypa til verka hvert sem viðfangsefnið er tengt frjálsíþróttum.

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Share on facebook
Share on twitter
Baldvin Þór Magnússon (UFA) varð þrefaldur svæðismeistari MAC (Mid-American Conference) um helgina. Á föstudag keppti Baldvin í 10.000 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 30:14,23 mín. Það er persónuleg bæting en hann hefur ekki keppt í þessari vegalengsd á braut síðan 2019.
Baldvin Þór Magnússon (UFA) varð þrefaldur svæðismeistari MAC (Mid-American Conference) um helgina. Á föstudag keppti Baldvin í 10.000 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 30:14,23 mín. Það er persónuleg bæting en hann hefur ekki keppt í þessari vegalengsd á braut síðan 2019.
Langhlaupanefnd FRÍ stendur fyrir námskeiði ætlað hlaupaþjálfurum dagana 3. og 5. júní. Leiðbeinandi er Max Boderskov, cand.scient í íþróttum og sérfræðingur í hlaupum og hlaupaþjálfun. Max er höfundur að námskeiðum varðandi hlaupaþjálfun í Danmörku, reynslumikill hlaupari, fyrirlesari og hlaupaþjálfari.
Úthlutað hefur verið úr Afreksjóði FRÍ fyrir árið 2022. Að þessu sinni var úthlutað 12 milljónum á eftirfarandi einstaklinga í þremur flokkum. Hægt er að lesa reglugerð um Afreksjóð FRÍ hér.

Engjavegi 6, 104 Reykjavík

fri@fri.is  +354 514 4040

Kt 560169-6719

@fri2022

Heiðursfélagar á 63. þingi FRÍ

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit