00:00

Skráning á Kids’ Atletics daginn á netskraning.is

Heiðursfélagar á 63. þingi FRÍ

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Heiðursfélagar á 63. þingi FRÍ

Tilkynnt var um tvo nýja heiðursfélaga  á 63. þingi FRÍ á Selfossi.

Jón Friðrik Benónýsson
Jón Friðrik Benónýsson, gjarnan kallaður hefur Brói, hefur verið driffjöður í frjálsíþróttastarfi hjá HSÞ í yfir fimmtíu ár.
Fyrst sem keppandi með frjálsíþróttaliði HSÞ og síðan sem þjálfari bæði hjá einstökum félögum innan HSÞ sem og frjálsíþróttaráði HSÞ. Brói hefur verið aðalþjálfari sambandsins á frjálsíþróttasviðinu undanfarna áratugi. Jóni má þakka glæsilega uppbygging barna- og unglingastarfs hjá HSÞ. 

Þjálfun og leiðsögn Bróa hefur laðað fram það besta hjá fjölda ungmenna sem náð hafa miklum afrekum í frjálsíþróttum.

Helgi S. Haraldsson
Helgi S. Haraldsson er þrautreyndur forystumaður í íslenskri frjálsíþróttahreyfingu. Helgi hefur sem formaður stýrt glæsilegri uppbyggingu frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss undanfarna áratugi. Deild sem nú býr ekki aðeins við einn mesta mannauð, iðkenda og þjálfara, heldur einnig eina bestu aðstöðu landsins til æfinga og keppni. Þá hafa góð verk Helga sem forseti bæjarstjórnar Árborgar sannarlega haft sitt að segja. 
Helgi er einnig fyrrverandi formaður FRÍ auk þess að sinna öðrum hlutverkum í stjórn og nefndum á vegum FRÍ. Helgi er þekktur fyrir að vera hamhleypa til verka hvert sem viðfangsefnið er tengt frjálsíþróttum.

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Heiðursfélagar á 63. þingi FRÍ

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit