Hefur þú áhuga á að gerast mælingamaður eða mælingakona fyrir keppnishlaup?

Í júní verður haldið námskeið á vegum AIMS (Association of International Marathons and Distance Races) í að mæla vegalengdir og taka út framkvæmd keppnishlaupa. Kennari á námskeiðinu er Hugh Jones starfsmaður AIMS. Námskeiðskostnaður er ca. 25.000, fer eftir fjölda þátttakenda. Að vera mælingamaður er skemmtileg aukavinna fyrir áhugamenn/konur um hlaup á Íslandi. Er þetta ekki eitthvað fyrir þig? Nánari upplýsingar er að finna hér.