Háskólamót í USA. Hlynur Andrésson stórbætir árangur sinn í 5 km hlaupi – annar besti tími Íslendings frá upphafi.

Hlynur Andrésson (ÍR) bætti árangur sinn verulega í 5000m hlaupi á Raleygh Relays í USA 25 mars síðastliðinn. Hann bætti árangur sinn á þessari vegalengd um 10 sekúndur og kom í mark á 14:10,50 mín sem er annar besti tími sem Íslendingur hefur náð á þessari vegalengd. Aðeins Kári Steinn Karlsson hefur hlaupið hraðar 14:01,99 mín. Glæsileg byrjun á nýju keppnistímabili utanhúss.

FRÍ Author