Hallur Hallsson og Haukur Ingi Guðnason í fagteymi FRÍ

Hallur Hallsson og Haukur Ingi Guðnason bættust við fagteymi FRÍ í vikunni.

Ráðgjafar Gallup, Hallur og Haukur Ingi, sem vinna með íþróttafólki FRÍ hafa sérfræðiþekkingu í íþróttasálfræði og margra ára reynslu af vinnu með efnilegu íþróttafólki og afreksíþróttafólki. Ráðgjöfin felst í því að kenna kerfisbundnar aðferðir til að bæta andlegan styrk afreksfólks FRÍ.

Þetta eru góðar fréttir fyrir FRÍ segir Guðmundur Karlsson Afreksstjóri en andlegi þátturinn er afgerandi hluti þess að kalla fram hámarksgetu á réttu augnabliki en til þess þarf að undirbúa afreksfólkið rétt og væntum við mikils af þessu samstarfi.

Við bjóðum þá hjartanlega velkomna til liðs við Frjálsíþróttasambandið.

Á myndinni má sjá Guðmund Karlsson handsala þennan samning við Hall og Hauk mánudaginn 4. júní.

ajdehelp Author