Halldór Lárusson og Ágústa Tryggvadóttir Íslandsmeistarar í fjölþrautum

Elvar Örn Sigurðsson UFA sigraði í tugþraut drengja með samtals 4634 stig, en Einar Daði Lárusson ÍR lauk ekki þrautinni, en hann var kominn með 5111 stig eftir átta keppnisgreinar.
Gísli Brynjarsson Breiðabliki sigraði í tugþraut sveina með samtals 4496 stig. Gísli bætt Íslansmet sveina í stangarstökki í keppninni, þegar hann stökk 3,90 metra, en gamla metið var 3,84 metrar (Stefán Árni Hafsteinsson ÍR, 2007).
Guðrún María Pétusdóttir Breiðabliki varð Íslandsmeistari í sjöþraut meyja, hlaut samtals 4400 stig.
 
Sveit Breiðabliks sigraði í 4x1500m boðhlaupi karla á 17:47,79 mín. Í gær sigraði sveit Breiðabliks einnig í 4x800m boðhlaupi karla og Sveit ÍR sigraði í 3x800m boðhlaupi kvenna.
 
Heildarúrslit frá mótinu eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni, en þar vantar inn stig fyrir 80m grindahlaupið í meyjaflokki, en lokastaðan í sjöþraut meyja varð eftirfarandi;
1. Guðrún María Pétursdóttir Breiðabliki, 4400 stig.
2. Sveinbjörg Zophoníasdóttir USÚ, 4137 stig.
3. Agnes Eva Þórarinsdóttir UFA, 3665 stig.
4. Guðrún Haraldsdóttir ÍR, 3530 stig.
5. Heiðrún Dís Stefánsdóttir UFA, 3516 stig.
 

FRÍ Author