Hafsteinsmót 2015 í atrennulausum stökkum fer fram í Laugardalshöll föstudaginn 11. desember

Keppt verður í langstökki, þrístökki og hástökki án atrennu og áhugi margra mikill fyrir mótinu enda um að ræða frjálsíþróttagreinar sem hægt er að stunda um allt land á jafnréttisgrundvelli hvað aðstöðu varðar. Mótið er öllum opið og áhugasamir hvattir til að koma í höllina og eignast sitt persónulega viðmið í einni, tveimur eða þremur greinum og spreyta sig í keppni með íþróttamönnum sem stunda öllu jafnan aðrar íþróttagreinar.
 
Hafsteinn er faðir Þráins Hafsteinssonar framkvæmdastjóra ÍR og yfirþjálfara frjálsíþróttadeildar ÍR, Aðabjargar Hafsteinsdóttur íþróttafrömuðar á Akureyri og Vésteins Hafsteinssonar , Íslandsmethafa í kringlukasti og heimsfrægs þjálfara í kringlukasti sem þjálfað hefur íþróttamenn til gullverðlauna á heimsmeistaramóti og Ólympíuleikum.
 
Mynd: Hafsteinn Þorvaldsson, hár og ljóshærður, fyrir miðri mynd –  fjórði frá forseta Íslands Hr. Ólafi Regnari Grímssyni, verndara íþróttahreyfingarinnar í landinu. 
 
 

FRÍ Author