Hafdís stökk yfir 6 metra á Sumarleikum HSÞ

164 keppendur frá 15 félögum tóku þátt í Sumarleikum HSÞ sem fram fóru á Laugum um helgina.
Ágætur árangur náðist á mótinu m.a. stökk Hafdís Sigurðardóttir HSÞ 6,02 metra í langstökki, en meðvindur var of mikill til að árangurinn fáist staðfestur eða 3,8 m/s. Þá stökk Þorsteinn Ingvarsson HSÞ 7,00 metra í langstökki og Berglind Kristjánsdóttir HSÞ stökk yfir 1,65 metra í hástökki.
 
Heildarúrslit frá mótinu eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.

FRÍ Author