Stig í Bikarpeppninni

Næst stigahæst var síðan Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH sem vann til 26 stiga í keppninni í fimm greinum. Hún sigraði bæði í hástökki og kúluvarpi og varð önnur í langstökki og þrístökki og var í þriðja sæti í 100 m grindarhlaupi, auk þess að taka þátt í boðhlaupssveitum liðsins. Hafdís Sigurðardóttir, sem keppti fyrir sameiginlegt lið Norðurlands, sigraði í sínum fjórum einstaklingsgreinum, 100 m, 200 m, 400 m hlaupum og langstökki. Samtals hlaut hún 24 stig í þessum greinum sem eru um þriðjungur allra stiga liðsins í kvennaflokki.
 
Einar Daði Lárusson sigraði í þremur greinum, stöng, 110 m gr. og hástökki og varð í öðru sæti í langstökki og hlaut því samtals 23 stig sem er um fjórðungur stiga karlaliðs ÍR. Bæði hlaupu þau í báðum boðhlaupunum fyrir sín lið, bæði 400 m sprettina í 1000 m boðhlaupinu.
 
Trausti Stefánsson hljóp 100 m, 200 m og 400 m hlaup auk beggja boðhlaupa. Kristinn Þór Kristinsson landaði einu sigrum HSK í karlaflokki í bæði 800 m og 1500 m hlaupum. Aníta Hinriksdóttir ÍR sigraði í 400 m gr., 800 m og var í öðru sæti í 400 m hlaupi og var í sigursveit ÍR í 1000 m boðhlaupi. Þá sigraði næst elsti keppandinn að þessu sinni, Fríða Rún Þórðardóttir ÍR tvöfalt, í 1500 m og 3000 m hlaupum.
 
Um leið og beðist er velvirðingar vill FRÍ þakka ábendingum sem borist hafa um þessi mistök.

FRÍ Author