Hafdís Sigurðardóttir með besta spretthlaupsafrek ársins

 Á uppskeruhátíðinni voru einnig veitt verðlaun fyrir mestu framfarir ársins en þau verðlaun hlaut Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA en hann bætti sig í 100 m hlaupi úr 11,02 í 10,84 s, í 200 m hlaupi úr 21,94 s í 21,38 s og í 400 m hlaupi úr 48,99 s í 47,91 s.
 
Óvæntasta afrek ársins átti Guðmundur Sverrisson úr ÍR en hann kastaði spjótinu 80,66 m í sumar og bætti sig um 6,57 m.  Er þetta kast yfir B-lágmarki á Ólympíuleikana í London í fyrra og einungis 44 cm frá lágmarki á Heimsmeistaramótið sem fram fór í sumar.  

FRÍ Author