Hafdís og Haraldur heiðruð

Í fréttatilkynningu ÍBA segir að Hafdís sé í Ólympíuhópi FRÍ 2016, hafi gert atlögu að Íslandsmeti í 100 metra hlaupi og setti Íslandsmet í langstökki, bæði innan og utanhúss á árinu. Besti árangur hennar í langstökki á árinu 2014 var 6,72 metrar og er það vel yfir Ólympíulágmarki. Hafdís var í fararbroddi frjálsíþróttalandsliðsins sem keppti í 3. deild Evrópukeppninnar. Þar keppti hún í fimm greinum, var ýmist í fyrsta eða öðru sæti í þeim öllum og setti Íslandsmet í langstökki. Hún var stigahæst keppenda íslenska liðsins og hjálpaði verulega til við að koma liðinu upp um deild, segir ennfremur í tilkynningunni.
 
Haraldur er heiðursfélagi í mörgum félögum og samböndum og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir starf sitt að íþrótta-, menningar- og félagsmálum. Haraldur á einnig að baki mikið starf við sagnaritun í þágu íþróttahreyfingarinnar. Hann var gerður að heiðursfélaga FRÍ á síðata ári.
 
Myndin af Hafdísi með bæjarstjóra Akureyrar, Eiríki Birni Björgvinssyni, er tekinn af Þóri Tryggvasyni.

FRÍ Author