Hafdís með Íslandsmet í 300 m hlaupi

 Hafdís Sigurðardóttir, UFA, setti nýtt met í 300 m hlaupi á Júnímóti á Akureyri þegar hún kom í mark á tímanum 38,59 s.  Gamla metið, 38,72 s, átti Sunna Gestsdóttir frá árinu 2004.  Á sama móti reyndi Hafdís við met í 60 m hlaupi og kom í mark á 7,67 s.  Vindur mældist rétt yfir viðmiðunarmörkum og var því tími hennar ekki viðurkenndur sem Íslandsmet.  Metið, 7,80 s, sem er í eigu Sunnu stendur því enn um sinn.

FRÍ Author