Hafdís fjórða í langstökki á NM 22 ára og yngri í Tampere

Nú stendur yfir keppni á Norðurlandameistaramóti ungmenna 22 ára og yngri í Tampere í Finnlandi.
Hafdís Sigurðardóttir varð áðan í fjórða sæti í langstökki, stökk 5,93 metra, sem er aðeins 1 sm frá
hennar besta árangri. Hafdís gerði öll stökk sín gild og var styrsta stökkið 5,63 metrar. Til þess að
komast á pall hefði hún þurft að stökkva yfir 6,01 metra.
Óli Tómas Freysson hljóp 100m á 11,08 sek. og varð í 9. sæti og Þorsteinn Ingvarsson hljóp sömu
vegalengd á 11,31 sek. og varð í 10. sæti. Hann keppir í langstökki á morgun, en það er aðalgreinin hans.
 
Arndís Ýr Hafþórsdóttir var í 7. sæti í 1500m hlaupi á 4:40,70 ( á best 4:38,79). Arndís keppir í 5000 m. hlaupi á morgun. Bjarni Malmquist Jónsson varð í 7. sæti í þrístökki,með stökki uppá 13,23 m. Nokkuð frá sínu besta, en hann keppir í langstökki á morgun sem er aðalgreinin hans.
 
Nánari upplýsingar eru að finna á www.varaslahto.net/nordicbaltic

FRÍ Author