Hafdís bætti langstökksmetið á MÍ í dag

Hafdís bar lauk keppni á fyrri degi mótsins með sigri í 400 m hlaupi, en eftir harða baráttu við Anítu Hinriksdóttur ÍR. Hafdís kom í mark á tímanum 54,32 sek., en Aníta á 54,48 sek. Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH bætti met í bæði 14 og 15 ára aldursflokki stúlkna í 400 m hlaupi þar sem hún hljóp til úrslita á móti þeim Anítu og Hafdísi.
 
Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA sigraði í bæði 60 m og 400 m hlaupum í dag. Hann kom í mark í 60 m á 6,99 sek. sem er hans næstbesti árangur í greininni. Annar í mark í 60 m hlaupinu varð Jóhann Björn Sigurbjörnsson UMSS, en hann kom í mark á tímanum 6,03 sek. Þriðji í 60 m hlaupinu varð Haraldur Einarsson Árm., á 7,07 sek. Ívar Kristinn Jasonarson ÍR varð í 2. sæti í 400 m hlaupinu á 49,23 sek., en Kolbeinn kom í mark fyrstur eins og áður sagði á 48,96 sek.
 
Kári Steinn Karlsson ÍR kom fyrstur í mark í 1500 m hlaupi á nýju persónulegu meti 3:53,67 mín., en hann átti best áður 3:54,50 mín, en sá árangur jafnframt er met í flokki 21-22 ára.
 
Mikil og jöfn keppni var í hástökki kvenna. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttur UMSS stökk best í dag en hún fór 1,66 m sem er persónuleg bæting hjá henni. Ásgerður Jana Ágústsdóttir UFA varð önnur með 1,61 m og Hanna Þráinsdóttir ÍR 3. með 1,58 m.
 
Úrslit dagsins má sjá hér, en keppni heldur áfram á morgun og hefst kl. 11 með undankeppni í 200 m hlaupum. Úrslitakeppnin hefst síðan kl. 13:00.
 
Myndina með fréttinni tók Gunnlaugur Júlíusson þegar þær Hafdís og Hrafnhild komu í mark í 60 m hlaupinu í dag.

FRÍ Author