Gullmót IAAF í Zürich í kvöld – Útsendingar á RUV á morgun

5. Gullmót IAAF fer fram í Zürich í kvöld, en þáttur um mótið verður sýndur á RUV á morgun kl. 15:00.
Þá verður einnig sýndur 30 mín samantektarþátttur um MÍ 11-14 ára sem fram fór á Laugum 16.-17. ágúst sl. á morgun frá kl. 17:25-17:55.
 
Búast má við mjög góðu móti í Zürich í kvöld, en þangað hafa alls 14 ólympíumeistarar boðað komu sína og fer þar fremstur í flokki Usain Bolt, heimsmethafinn í 100 og 200m hlaupum, en hann keppir í 100m ásamt sex af þeim hlaupurum sem komust í úrslit í Peking. Bolt hefur sagst ætla að reyna að bæta heimsmetið í Zürich, en það er 9,69 sek.
 
Tveir íþróttamenn eru ennþá með í keppninni um 1 milljón dollara gullpottinn, þær Pamela Jelimo í 800m hlaupi og Blanka Vlasic í hástökki, en þær hafa báðar unnið sigur á öllum gullmótum sumarsins til þessa.
Jelimo sigraði einnig örugglega í Peking á nýju heimsmeti unglinga 19 ára og yngri, en hún er aðeins 18 ára.
Vlasic mátti hinsvegar sætta sig við silfurpening í Peking og hefur eflaust ekki verið sátt við silfrið, þó sumir telji það gulli betra. Hún mætir ólympíumeistaranum Tiu Hellbaut frá Belgíu aftur í kvöld, en þær stukku báðar yfir 2,05 metra í Peking.
 
Síðasta Gullmót ársins fer síðan fram um næstu helgi í Brussel. Síðasta stórmót ársins, World Athletics Final fer síðan fram í Stuttgart helgina 13.-14. september nk., en það er hluti af Gullmótaröð IAAF á þessu ári og þurfa þær Jelimo og Vlasic því að vinna þrjá sigrar til viðbótar til að tryggja sér hlutdeild í milljón dala pottinum.
 
Sjá nánar keppendalista og fl. á www.iaaf.org
 

FRÍ Author