Gull hjá Maríu Rún og Inga Rúnari, silfur hjá Sveinbjörgu!

Fimm íslenskir keppendur hlutu því þrenn verðlaun um helgina.  Ingi Rúnar gullverðlaun í sjöþraut í flokki 18 – 19 ára pilta,  María Rún gull í fimmtarþraut í flokki 18 – 19 ára stúlkna og Sveinbjörg silfur í fimmtarþraut í flokki 20 – 22 ára stúlkna.  Ljóst er að mikill uppgangur er í fjölþrautagreinum frjálsra íþrótta.
 
Beðist er velvirðingar á því að þetta hafi ekki verið rétt hér í fréttinni á undan en mótshaldari birti úrslit stúlknanna allra í kvennaflokki í stað þess að skipta þeim niður í flokka eins og gert var hjá piltum.  Búið er að laga fyrrgreinda frétt.
 
Myndina af Sveinbjörgu sem fylgir fréttinni tók Gunnlaugur Júlíusson

FRÍ Author