Guðrún Karítas með Íslandsmet

Penni

< 1

min lestur

Deila

Guðrún Karítas með Íslandsmet

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) bætti eigið Íslandsmet í lóðkasti kvenna innanhúss á Virginia Tech Invitational í Bandaríkjunum fyrir helgi. Öll fjögur köstin hennar voru yfir gamla metinu hennar sem var 20,03 m. Hún kastaði lengst 20,37 m. sem er einnig nýtt skólamet hjá VCU.

“Tæknin var ekki alveg að smella en mjög góður fílingur í köstunum og mikill kraftur sem ég náði samt ekki alveg að nýta. Markmið næstu móta er að komast yfir 21 m. og svo að ná að stilla öllu vel upp fyrir conference”, sagði Guðrún Karítas.

Sjáðu kastið hér:

Penni

< 1

min lestur

Deila

Guðrún Karítas með Íslandsmet

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit