Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) var að ljúka keppni á sínu fyrsta stórmóti í fullorðinsflokki. Í fyrstu umferð kastaði hún 67,32 m., í annari umferð gerði hún ógilt og í þriðju kastaði hún 67,57 m.
Til þess að tryggja sér sæti í úrslitum þurfti að kasta 71,50 m. eða vera meðal tólf efstu. Guðrún hafnaði í níunda sæti í sínum kasthópi og í sautjánda sæti í heildina. Met Guðrúnar er 69,76 m. frá því í lok mars á þessu ári.
“Þetta var bara fínt, auðvitað langar manni alltaf að gera betur og kasta lengra en þetta er mitt fyrsta stórmót. Það var ágætur fýlingur og mjög skemmtilegt,” sagði Guðrún Karítas eftir keppni.
Hér má sjá viðtalið við Guðrúnu Karítas í heild sinni.
Heildarúrslit kasthópsins má finna hér.