Guðni Valur Guðnason sigraði á Norðurlanda-Baltic mótinu

Guðni Valur Guðnason varð í fyrsta sæti í kringlukasti á Norðurlanda-Baltic meistaramótinu í Espoo í Finnlandi í dag. Guðni kastaði 61.01 m og var með um 40 cm lengra kast en sá sem hafnaði í 2. sæti. Frábær árangur hjá Guðni Val sem er nýkominn heim frá RÍÓ. Krister Blær Jónsson keppti í stangarstökki, stökk hæst 4.60m en hefði þurft að fara yfir 5.15m til að komast á verðlaunapall. Arna Stefanía Guðmundsdóttir hljóp 100m grindahlaup og varð í 7. sæti á 13.88 sek. 

FRÍ Author