Guðni Valur, Andrea og Gunnar settu aldurflokkamet á Jólamóti ÍR

Met Sindra var 17.34m en Sindri var að þessu sinni einn af dómurum kúluvarpskeppninnar, segir í fréttatilkynningu.

 
Þá bætti Gunnar Guðmundsson ÍR aldursflokkamet Einars Daða Lárusson ÍR í 300m hlaupi þegar hann hljóp á 35,76 sek og bætti sig verulega. Gamla metið var 36.11. Ívar Kristinn Jasonarson ÍR náði næstbesta tíma frá upphafi í karlaflokki innanhúss í 300m hlaupi þegar hann sigraði á 34,93 sek en Íslandsmet Trausta Stefánssonar FH er 34.64. Tristan Freyr Jónsson ÍR keppti í fjórum greinum og bætti sín persónulegu met í þeim öllum og hjó nærri piltameti Einars Daða Lárussonar ÍR í 60m grindahlaupi 16-17 ára pilta þegar hann hljóp á 8.30sek en met Einars er 8.26 sek.
 
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR hljóp 300m á 41,86 sek en það er næstbesti árangur í þeirri grein frá upphafi í flokki 13 ára stúlkna. Óðinn Björn Þorsteinsson Ármanni sigraði í kúluvarpi karla með 17.87m kasti og Dórthea Jóhannesdóttir ÍR sigraði í langstökki kvenna með 5.50m stökki. 
 
Úrslitin frá mótinu eru hér.

FRÍ Author