Guðni Valur og Thelma Lind stigameistarar á Beggja handa kastmóti Breiðabliks

Beggja handa kastmót Breiðabliks fór fram í annað skipti á Kópavogsvelli, 18. ágúst sl.

Stigameistar mótsins urðu þau Guðni Valur Guðnason ÍR með 3950 stig og Thelma Lind Kristjánsdóttir ÍR með 3238 stig og settu þau bæði ný Íslandsmet í þessari svokölluðu beggjahanda kastþraut – ef til vill heimsmet líka.
Sett voru tvö ný Íslandsmet í einstökum greinum í karla- og kvennaflokkum á mótinu.

  1. Thelma Lind kastaði kringlunni samtals 65,62 metra (sem jafnframt er met í 20-22 ára flokki).
  2. Guðmundur Sverrisson kastaði spjótinu 85,72 metra.

Þá setti Jón Gunnar Björnsson ÍR nýtt met í spjótkasti í flokki 20-22 ára pilta er hann kastaði 71,63 metra, Reynir Zöega Breiðabliki í flokki 18-19 ára pilta er hann kastaði 64,14 metra og Erna Sóley Gunnarsdóttir Aftureldingu í flokki 16-17 ára stúlkna er hún kastaði 54,31 metra.

Í kringlukasti setti Ingvar Freyr Snorrason ÍR nýtt met í flokki 16-17 ára pilta er hann kastaði 54,32 m.

Í kúluvarpi setti Guðni Valur Guðnason ÍR nýtt met í flokki 20-22 ára pilta með kasti upp á 26,71 m, Kolbeinn Tómas Jónsson ÍR í flokki 16-17 ára pilta með því að kasta 21,16 metra og Erna Sóley Gunnarsdóttir Aftureldingu í flokki 16-17 ára stúlkna með 23,76 metra kasti.

Glæsilegur árangur hjá þeim og óskum við þeim innilega til hamingju!