Guðni Valur nálgast EM lágmarkið!

Guðni Valur Guðnason ÍR var hársbreidd frá því að ná lágmarki á Evrópumeistaramótið í Berlín þegar kappinn kastaði 63,20m á Coca Cola móti FH í Kaplakrika í gær.

Lágmarkið er 63,50m en þess má til gamans geta að þetta er lengsta kast Guðna frá því árið 2015.

Tímabilið hefur verið hans besta og mörg mót innan- sem utanlands að baki þar sem kringlan hefur flogið yfir 60m múrinn.

Á sama móti jafnaði Thelma Lind Kristjánsdóttir ÍR stúlknametið í flokki 20-22 ára sem hún setti fyrir rúmri viku á Smáþjóðameistaramótinu þegar hún kastaði 52,80m.

Til hamingju bæði tvö!