Guðni Valur Guðnason í 5. sæti á EM 20-22 ára!

Guðni Valur Guðnason úr ÍR hafnaði í 5.sæti í úrslitum kringlukastins á EM 20-22 ára með kasti uppá 57,31m. Guðni náði þessu kasti í annarri umferð og tryggði sig þannig í hóp þeirra átta sem fengu 3 köst að auki.  Eins og áður á þessu móti var keppnin gríðarlega jöfn og skemmtileg og 5.sætið í hópi þeirra bestu frábær árangur.

Til hamingju Guðni!