Guðni og Erna frjálsíþróttakarl- og kona ársins

Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason er Frjálsíþróttamaður ársins. Guðni byrjaði tímabilið á glæsilegri bætingu í kúluvarpi á Reykjavík International Games með kast upp á 18,81. Guðni varð Íslandsmeistari í kúluvarpi innanhúss með kast upp á 18,40m. 

Guðni vann til silfurverðlauna á Evrópska bikarkastmótinu í Split með kasti upp á 63,66 metra. Guðni keppti á Ólympíuleikunum sem fram fóru í Tokyo. Guðni náði frábæru þriðja sæti á Göteborgs Fridrott Grand Prix á eftir gull- og silfurverðlaunahöfunum frá Ólympíuleikunum með kasti uppá 64,92m. Hann kastaði lengst 65,39 metra á sterku móti í Svíþjóð sem var að auki stigahæsta afreks Íslendings í ár. Hann er í sautjánda sæti á Evrópulistanum.

Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir er frjálsíþróttakona ársins. Erna Sóley er á þriðja ári í

Rice Univeristy í Texas fylki. Hún varð svæðismeistari í kúluvarpi innanhúss (C-USA conference) og keppti til úrslita á Bandaríska háskólameistaramótinu og hafnaði þar í 11. sæti með kast upp 16.44 metra. Hún var aðeins einu sæti frá því að komast á Bandaríska háskólameistaramótið utanhúss og kastaði hún lengst 16,57 metra.

Hún varð Íslandsmeitstari í kúluvarpi utanhúss með kast upp á 16,00 metra. Hún vann til gullverðlauna í Evrópubikarkeppni landsliða og komst í úrslit á Evrópumeistaramóti U23. Erna bætti Íslandsmetin í kúluvarpi bæði innan- og utanhúss á árinu. Erna kastaði lengst 16,95 metra. Hún er í 38. sæti á Evrópulista í kúluvarpi kvenna og í 8. Sæti á Evrópulista í flokki U23 ára.