Guðni í 24. sæti á EM

Mynd eftir Simone Castrov

Penni

< 1

min lestur

Deila

Guðni í 24. sæti á EM

Guðni Valur Guðnason (ÍR) hefur lokið keppni á evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum. Hann gerði ógilt í fyrsta kasti, kastaði 59,15 m. í öðru og gerði aftur ógilt í því þriðja.

Guðni hefði þurft að kasta 66,00 m. til að tryggja sér sæti í úrslitum en aðeins einn keppandi kastaði sig beint inn í úrslit. Annars eru tólf kastarar sem komust áfram í úrslit og var tólfta sætið með 62,07 m. Hann var tólfti í sínum kasthópi og í 24. sæti í heildina.

“Ég er í mjög góðu formi og er búinn að vera að kasta mjög vel og það er náttúrulega bara ótrlúlega svekkjandi og leiðinlegt að geta ekki sýnt það neinsstaðar þar sem að mér er alltaf illt í náranum,” sagði Guðni eftir keppni.

Hér má sjá viðtalið við Guðna í heild sinni.

Heildarúrslit kasthópsins má finna hér.

Framundan hjá Guðna eru æfingar í Malmö og svo mót í Noregi þann 18. júní, Smáþjóðameistaramótið í Gíbraltar 22. júní og Meistaramót Íslands sem haldið verður á Akureyri í lok júní.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Guðni í 24. sæti á EM

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit