Guðni í 22. sæti á HM

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Guðni í 22. sæti á HM

Guðni Valur Guðnason hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum. Guðni kastaði 59,97m í fyrsta kasti og svo ógilt í öðru kasti. Þriðja og síðasta kastið mældist það 62,28m sem er hans lengsta kast á stórmóti á ferlinum.

Guðni hefði þurft 66,50 til að tryggja sér sæti í úrslitum en enginn kastari náði að kasta sig beint í úrslit. Það eru tólf kastarar sem komast áfram í úrslit og var tólfta sætið með 63,79m. Guðni varð ellefti í sínum kasthópi og 22. í heildina.

„Maður er í góðu formi og mér fannst ég ekkert vera að kasta neitt sérstaklega vel. Ég er ekki sáttur, þetta pirrandi og maður vill alltaf meira. Maður er kraftmikill og tilbúinn í löng köst en það kom ekki í dag,“ sagði Guðni eftir keppni.

Heildarúrslit kasthópsins má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Guðni í 22. sæti á HM

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit