Guðni ellefti á EM

Penni

< 1

min lestur

Deila

Guðni ellefti á EM

Guðni Valur Guðnason keppti til úrslita í kringlukasti á EM í kvöld og hafnaði í ellefta sæti. Í fyrsta kasti fór kringlan í netið og kastið því ógilt. Í öðru kasti fór kringlan tæplega 60 metra en Guðni misteig sig inn í hringnum og fór upp á kantinn. Hann náði loks gildu kasti í þriðju umferð sem mældist 61,00m. Hann hefði þurft 63,32 metra til þess að komast í átta karla úrlsit og fá þrjú auka köst. Frábær árangur hjá Guðna Val.

Úrslitin má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Guðni ellefti á EM

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit