Guðmundur Kristinn Jónsson nýr heiðursfélagi FRÍ

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Guðmundur Kristinn Jónsson nýr heiðursfélagi FRÍ

Að loknu Selfoss Classic – 75 ára afmælismóti FRÍ var tilkynnt um kjör Guðmundar Kr. Jónssonar sem nýs heiðursfélaga FRÍ.

Guðmundur er einstaklega öflugur félagsmálamaður. Hann gegndi formennsku í frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss árin 1968-1979 og í Umf. Selfoss 2014-2018 en þess á milli starfaði Guðmundur m.a. sem vallarstjóri og framkvæmdastjóri Umf. Selfoss. Ekki aðeins sinnti Guðmundur þessum föstu ábyrgðarstörfum, heldur hefur hann verið óþreytandi sem sjálfboðaliði í margvíslegum frjálsíþróttaverkefnum allt tíð.

Í fyrirlestri sínum, Frá Selfossi að Ólympíugulli, sagði Vésteinn Hafsteinsson frá upphafi síns frjálsíþróttaferils í Grýlupottahlaupinu á Selfossi og þakkaði mikið þeim sem að því stóðu og nefndi sérstaklega, bræðurna Sigurð og Guðmund Kr. Jónssyni. Guðmundur ræsti hlaupið og hvatti iðkendur áfram árið 1969 þegar Vésteinn var að taka sín fyrstu skref í frjálsum og keppa þar m.a. við vin sinn og einn Jónssoninn enn, Kára Jónsson. Það var því einkar viðeigandi að Guðmundur Kr. skyldi einnig ræsa Grýlupottahlaupið sem fram fór að morgni afmælismótsdagsins. Stórmótið Selfoss Classic naut raunar einnig starfa Guðmundar sem lagði út kastgeira og aðstoðaði á ýmsan annan máta.

Félagsstörf Guðmundar Kr. ná sannarlega út fyrir Selfoss og verður að einnig að minnast framgöngu hans sem eins af helstu leiðtogum Héraðssambandsins Skarphéðins á liðinni öld. Guðmundur var kosinn formaður HSK árið 1981, stóð í stafni í átta ár og átti á þeim tíma mikinn þátt í miklum uppgangi HSK á frjálsíþróttasviðinu. Sú umgjörð og það starf sem Guðmundur átti þátt í að móta á sambandssvæðinu var góður jarðvegur fyrir jafnt íþróttamenn og leiðtoga til að eflast. Að því býr frjálsíþróttahreyfingin sannarlega enn í dag.

Guðmundur Kr. undirbýr Véstein Hafsteinsson og bróður sinn Kára undir ræsingu Grýlupottahlaupsins

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Guðmundur Kristinn Jónsson nýr heiðursfélagi FRÍ

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit