Íslandsmótið í 10km götuhlaupi fór fram í kvöld í Akureyrarhlaupinu.
Í kvennaflokki sigraði Guðlaug Edda Hannesdóttir á tímanum 34:57 mínútum. Önnur varð Rannveig Oddsdóttir á 39:11 mínútum og í þriðja sæti varð Hildur Andrjesdóttir á 42:50 mínútum.
Í karlaflokki sigraði Sigurður Örn Ragnarsson á 32:43 mínútum. Annar varð Örvar Steingrímsson á 35:29 mínútum og í þriðja sæti varð Börkur Þórðarson á 35:51 mínútu.
Hér má sjá öll úrslitin úr hlaupinu.