Guðlaug heiðruð af evrópska frjálsíþróttasambandinu

Guðlaug Baldvinsdóttir var á dögunum heiðruð af evrópska frjálsíþróttasambandinu fyrir störf sín síðustu ár fyrir frjálsíþróttahreyfinguna á Íslandi.

Viðurkenningin sem Guðlaug hlaut eru til til kvenna í forystu og hafa verið veitt árlega frá árinu 2009 af evrópska frjálsíþróttasambandinu. Þau eru ætluð til að heiðra framúrskarandi konur í leiðtogahlutverkum innan frjálsíþróttahreyfingarinnar og stuðla að kynjajafnrétti í íþróttum.

Hvert samband innan evrópu tilnefnir eina konu fyrir starf sitt sem stuðlað hefur að bættri umgjörð fyrir frjálsíþróttir og sýnt mikla leiðtogahæfni. Í ár fengu 17 konur frá 17 löndum þessa viðurkenningu og er mikill heiður fyrir Frjálsíþróttasamband Íslands að hafa Guðlaugu starfandi innan sinna raða.