Guðbjörg tvöfaldur Norðurlandameistari

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem varð Norðurlandameistari 19 ára og yngri í 100 metra spretthlaupi í gær tók einnig gullið í 200 metra hlaupi í dag. Tiana Ósk Whitworth varð aftur í öðru sæti. Guðbjörg Jóna hljóp á 23,49 sekúndum og Tiana Ósk á 24,00 sekúndum. Meðvindur var 3,1 m/s sem er yfir leyfilegum mörkum.

Guðbjörg Jóna bætti Íslandsmetið í 200 metra hlaupi út í Liechtenstein fyrr í sumar þegar hún hljóp á tímanum 23,61. Tíminn hjá henni í dag var því undir Íslandsmeti hennar en fær það ekki skráð þar sem meðvindur var of mikill.

Glæsilegur árangur hjá bæði Tiönu og Guðbjörgu í báðum hlaupum um helgina.